Loftslagsskrá

decarbonizing the global economy

Loftslagsskrá (e. International Carbon Registry) er rafrænn skráningargrunnur fyrir loftslagsverkefni. Þeir sem vilja skrá loftslagsverkefni í Loftslagsskrá og gefa út kolefniseiningar þurfa að uppfylla ítarlegar kröfur í samræmi við alþjóðlegar meginreglur til loftslagsverkefna. Loftslagsskrá er ekki aðeins fyrir íslensk loftslagsverkefni heldur loftslagsverkefni um allan heim.

Kolefnisjöfnun

Loftslagsskrá er grundvallar innviður til að tryggja ábyrga kolefnisjöfnun. Loftslagsskrá hefur útfært ítarlegar kröfur sem loftslagsverkefni þurfa að uppfylla til að geta hlotið skráningu. Skráning loftslagsverkefna og útgáfa kolefniseininga sem eru staðfestar af óháðum aðila eru forsenda árangursríkra aðgerða í loftslagsmálum. Skráningin styður við markmið Parísarsamningsins og rekjanlega og trúverðuga kolefnisjöfnunar fyrirtækja og stofnana. Kolefniseiningar í Loftslagsskrá eru rekjanlegar og einkvæmar og afskráðar þegar þær eru nýttar en það útilokar tvítalningu kolefnisjöfnunar. Meira

Kolefnismarkaður

Það er mikilvægt að fjármagna aðgerðir í loftslagsmálum. Skattar og kerfi með losunarheimildir eru ein leið til fjármögnunar aðgerða. Þá hafa markaðir með kolefni þróast á Kyoto-tímabilinu til að fjármagna aðgerðir til kolefnisjöfnunar í rauntíma. Kolefnismarkaðir greiða fyrir fjármögnun loftslagsverkefna með kolefnisjöfnun fyrirtækja og stofnana. Aðgengi að þeim mörkuðum er hins vegar háð miðlægri skráningu loftlagsverkefna og útgáfu einkvæmra og rekjanlegra kolefniseininga. Loftslagsskrá er beintengd við alþjóðlega kauphöll með kolefniseiningar þar sem unnt er að skrá einingarnar til sölu. Skráningin auðveldar fjármögnun verkefna og aðgengi að kolefnismörkuðum. Meira

Ábyrg kolefnisjöfnun

Kolefnisjöfnun er ábyrgðaratriði sem þarf að vera ráðist í af yfirvegun og að vel ígrunduðu máli. Kolefnisjöfnun er ekki markaðsverkfæri heldur samfélagsverkefni í þágu sjálfbærni. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að rýna raunverulegt kolefnisspor starfsemi sinnar að teknu tilliti til allrar virðiskeðjunnar áður en gripið er til kolefnisjöfnunar. Með kolefnisjöfnun er bætt fyrir losun sem ekki er hægt hindra á annan hátt. Meira

Skógarkolefni

Skógarkolefni er verkefni á vegum Skógræktarinnar til að koma á fót viðurkenndu ferli við bindingu kolefnis með nýskógrækt. Skógarkolefni skapar viðmið fyrir kolefnisbindingu með nýskógrækt á frjálsum markaði. Almenningur, stofnanir og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsbaráttunnar og binda kolefni fá þannig fullvissu um bindingu sína. Loftslagsskrá er í samstarfi við Skógræktina og eru Skógarkolefniseiningar skráðar í Loftslagsskrá. Meira

Skógræktin

Regluverk um vottuð kolefnisverkefni með skógrækt var kynnt í árslok 2019 undir sama heiti, Skógarkolefni. Áfram var unnið að framgangi verkefnisins á árinu 2020 og áherslan lögð á að komið yrði á fót löggiltri kolefnisskrá svo skrá mætti kolefniseiningar með öruggum hætti, versla með þær og að lokum telja þær fram á móti losun til kolefnisjöfnunar og undir lok árs varð Loftslagsskrá Íslands að veruleika. Lestu meira

Loftslagsráð - Icelandic Climate Council logo

Loftlagsráð

Loftslagsráð hefur sent frá sér álit um ábyrga kolefnisjöfnun. Í áliti ráðsins kemur fram m.a. að ábyrg kolefnisjöfnun er mikilvægur þáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi. Loftslagsráð hvetur Stjórnarráðið eindregið til að stuðla að því að viðskipti með kolefniseiningar hér á landi standist fjölþjóðlegar kröfur um gæði eininga, gagnsæi og rekjanleika. Lesa meira

Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun leggur fram leiðbeiningar fyrir opinbera aðila sem vilja kolefnisjafna rekstur sinn með trúverðugum og ábyrgum hætti. Tryggja þarf að árangur við að koma í veg fyrir losun eða auka bindingu sé eingöngu notaður einu sinni til kolefnisjöfnunar, þ.e. að aðeins ein kolefniseining sé gefin út vegna hvers tonns af koldíoxíðsígildum sem komið er í veg fyrir að verði eftir í andrúmsloftinu. Ein leið til að uppfylla þetta skilyrði er að skrá einingar í rafrænu skráningarkerfi og tryggja að hver eining sem keypt er til kolefnisjöfnunar sé afskráð. Lesa meira

Ertu að vinna að loftslagsverkefni sem gæti verið hægt að skrá í Loftslagsskrá og gefa út kolefniseiningar? Hafðu samband til að fræðast um næstu skref.