Fyrsta alþjóðlega viðurkennda loftlags-skógræktarverkefnið á Íslandi nær mikilvægum áfanga
Reykjavík, Ísland — 7. Janúar. 2025
Í framhaldi af tilkynningu um samstarf International Carbon Registry (ICR) og Lands og Skóga fagna ICR og Skógálfar stórum áfanga í loftslagsátaki Íslands. Skógræktarverkefnið Álfabrekka, er fyrsta verkefnið sem heyrir undir Skógarkolefni (Forest Carbon Code) sen hefur hlotið vottun frá Enviance Services Private Limited, alþjóðlega faggilt vottunarstofa (e. Validation and Verification Body, VVB). Nú hefur verið staðfest að verkefnið uppfyllir kröfur ISO 14064-2:2019 og í samræmi við leiðandi alþjóðlega staðla fyrir loftslagsverkefni.
Verkefnið Álfabrekka
Verkefnið Álfabrekka felur í sér ræktun 97 hektura, af áður vannýttu landi á Suðurlandi, í skóg sem kemur til með að binda og geyma meira en 52.120 tonn af CO₂ á næstu 50 árum. Vottunin sýnir fram á að íslensk loftslagsverkefni geta staðist strangar alþjóðlegar kröfur, auk þess að stuðla að sjálfbærri landnotkun og styðja við nærliggjandi samfélög.
Viðurkenning á framförum
ICR í samstarfi við stofnunina Land og Skóg, vinnur að því að aðlaga Skógarkolefni aðyrir skógrækt á Íslandi í samræmi við ISO 14064-2 staðalinn fyrir kolefnisverkefni,.
„Þessi áfangi er alþjóðleg viðurkenning á því frumkvöðlastarfi sem unnið er undir merkjum Skólgarkolefnis, sem Skógræktin hóf árið 2019, og endurspeglar styrk samstarfs okkar við Land og Skóg,“ sagði Guðmundur Sigbergsson, framkvæmdastjóri ICR.
Gunnlaugur Guðjónsson, sviðsstjóri gagna, miðlunar og nýsköpunar hjá Land og Skógur, bætti við: „Verkefnið Álfabrekka sýnir að íslensk verkefni geta fylgt alþjóðlegum stöðlum og skilað mælanlegum og gegnsæjum árangri í loftslagsmálum. Þetta er mikilvægt fyrsta skref í yfirfærslu Skógarkolefnis yfir í ICR-kerfið. Við hlökkum til að styðja við fleiri verkefni í þessu ferli.“
Hvað þetta þýðir fyrir íslensk loftslagsverkefni
Vottun Álfabrekkuverkefnisins markar inngöngu Íslands inn á alþjóðlegan kolefnismarkað og varðar leiðina fyrir fleiri loftslagsverkefni sem heyra undir ICR, þar á meðal nýstárlegar aðferðir eins og endurheimt votlendis, sem eru nú þegar í þróun.
Alþjóðleg vottun með þriðju aðila úttekt
Enviance Services framkvæmdi ítarlega úttekt á verkefninu og staðfesti að það væri í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO 14064-2:2019 og Skógarkolefni 2.0. „Þetta verkefni sýnir fram á getu íslenskrar skógræktar til að leggja eitthvað raunverulegt fram í loftslagsmálum,“ sagði Pankaj Kumar, framkvæmdastjóri Enviance.
Framtíðarsýn
Árangur Álfabrekkuverkefnisins endurspeglar vaxandi forystuhlutverk Íslands í nýsköpun skógræktar til kolefnisbindingar. Framtíðarverkefni undir Skógarkolefni munu halda áfram að stuðla að sjálfbærri landnýtingu og takast á við hnattræn loftslagsvandamál.
Frekari upplýsingar um Álfabrekku og íslensk kolefnisverkefni í skógrækt er að finna á www.skogalfar.is eða Skógálfar ICR.
Um International Carbon Registry
International Carbon Registry (ICR) er alþjóðlegt vottunarkerfi og kolefnisskrá sem miðar að því að styðja við þróun kolefnismarkaða með því að tryggja gagnsæi, áreiðanleika og gæði í skráningu og viðskiptum með kolefniseiningar. Kerfið gegnir lykilhlutverki við að styðja við verkefni sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, hvort sem það er í gegnum skógrækt, endurnýjanlega raforkuframleiðslu eða aðrar lausnir. ICR fylgir alþjóðlegum stöðlum og regluverki, eins og ISO og Parísarsamningnum sem tryggir að skráðar kolefniseiningar eru raunverulegar, varanlegar og til viðbótar.
Hjá ICR eru á annað hundrað loftslagsverkefni í skráningu í yfir 30 löndum og starfar með yfir 20 alþjóðlegum vottunarstofum.Fyrir frekari upplýsingar, heimsækið vefsíðu ICR og Skógálfar eða fylgið þeim á LinkedIn.
Upplýsingar fyrir fjölmiðla:
Alondra Silva Munoz
Framkvæmdastjóri markaðsmála, ICR
[email protected]
Ásmundur Skeggjason
Verkefnastjóri, Álfabrekka
[email protected]
Gunnlaugur Guðjónsson
Deildarstjóri gagna, samskipta og nýsköpunar, Land og Skógur
[email protected]